2. maí 2016

Útskrift og Illska

Ég átti að liggja hérna á spítalanum fram á föstudag en verð sendur heim í dag vegna góðra frétta og slæmra – annars vegar kom blóðprufa vel út í morgun og hins vegar er líkaminn að gefast upp á þessum kjarnorkusýklalyfjum og maginn allur kominn í hönk (búið að drepa svo mikið af góðu bakteríunum líka).

A photo posted by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on


Þessu ævintýri lauk síðan á laugardag. Ég var fjarri góðu gamni – hefði verið gaman að sjá hvernig sýningin þróaðist en svona er það bara þegar leikhúsin eru öll einhvers staðar lengst úti í rassgati. Lokasýningin var á 71 árs ártíð Adolfs Hitlers og afmælisdegi Jaroslavs Hasek (en Hannes Óli er einmitt byrjaður að leika Svejk á öðru sviði). Ég sá bara frumsýninguna – sem var frábær – en hef heyrt mikið og vel af hinum sýningunum látið. Áðan horfði ég svo á lokaþáttinn af Ligeglad – þar sem leikstjóri Illsku, Vignir Rafn, leikur eitt aðalhlutverkanna. Svo nú er hann sennilega bara atvinnulaus. Ég sá á Twitter í morgun að hann var að biðja einhvern að kenna sér að dánlóda. Þetta er hart líf. Ekkert að gera. Engar tekjur. Bara blús.

Svo er bara að sjá hver ætlar að gera bíómyndina. Ég gef 25% afslátt af réttinum ef hún verður meira en 4 klukkustundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli