12. apr. 2016

12. apríl

Það er eiginlega kominn þrettándi í Istanbul og þrettándi apríl í ár er þriggja ára afmælisdagur dóttur minnar, Ainoar Magneu. Ég heyrði í henni í síma og á skype áðan; hún er með eyrnabólgu og hefur ekki mjög gaman af lífinu og fór að hágráta þegar ég þurfti að fara.

Ég eyddi deginum í leit að afmælisgjöf handa henni. Keypti á endanum tréhendi með hreyfanlegum liðum. Alveg pínu skrítið.



Ekki segja henni. Þetta er leyndarmál fram á sunnudag (hún les ekki bloggið mitt).

Á ráfi mínu um í miðbæ Uskudar – sem er svona hverfisborg í Istanbul, þar sem ég bý á meðan á hátíðinni stendur – gerðist þetta:
"Take a picture of that instead" the boatman at the harbor said to a pair of tourists posing, pointing up into the air at the seagulls. "Take a picture of what?" they asked. And I looked up and saw him. I watched him on the ledge for what seemed to be forever. He fell, grabbed a hold, climbed back up, threatened to jump again and again - at one point he took up his wallet and seemed to want to bribe the police to leave him alone. Then he fell again, grabbed a hold, swung his legs around and climbed back up. Every once in awhile he'd bang his head on the window so hard you could hear it - or him - crack, six stories down on the pavement. At times he seemed drunk out of his mind and at times as if he were spiderman. And I thought: Should I keep walking? Do something? Will I ever again get the chance to see a man die? Will I be more or less jaded and deluded if I stay or if I leave? Is there humanity in watching, and if not whom am I debasing? Me? Him? Society? My heart was racing and I really needed to pee. I never looked away, not for a single moment. I took up the phone and took a photo for Instagram, and thought: this is nuts, I am not a person, I am a machine. Something must happen - my gaze must be broken before I urinate myself in public. And then suddenly he gave up and decided to go on. He took somebody's outstretched hand and climbed in the window which promptly was shut behind him, sealing him within the house, within humanity, stuck with the living. I clapped.
A photo posted by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on


Ég var miður mín en svo tók eðlileikinn strax aftur við. Hann lifði líka af, þessi blessaði maður – nema hann hafi ráfað aftur út á silluna seinna, en í borg af þessari stærðargráðu deyja sjálfsagt margir á dag þótt þeir deyi ekki beint fyrir framan mann.

Og einhvern veginn var maður bara aftur kominn inn í mannhafið strax og þessu lauk. Hálftíma síðar var maður byrjaður að gleyma þessu.

Höfnin er mikið verslunarhverfi en mér sýndust flestir þarna samt vera heimamenn, frekar en túristar, þótt búðirnar séu tiltölulega túristalegar. Enda skilst mér að túristarnir séu flestir hinumegin við ána í Evrópu, en ekki hér Asíumegin. Ég á eftir að líta á það, ef færi gefst.

Ég var mjög lúinn þegar ég kom heim. Byrjaði daginn á 5 kílómetra hlaupatúr á bretti í hótelspainu – fyrsta skipti sem ég hleyp á bretti. Það var alltof heitt og þungt loft þarna inni og mjög lágt til lofts, svo ég rak mig nokkrum sinnum uppundir. En annars frekar mikill lúxus þetta spa einsog spö almennt.

Eftir hlaupin fór ég í sturtu og svo niður í bæ – það er ríflega klukkustundargangur yfir nokkuð bratta hæð – gekk þar um í 4-5 tíma og svo aftur heim. Fékk mér kebab sem var minni en Berlínarkebabið – svona 1/3 af stærðinni – og alls ekki jafn bragðmikill og hressandi. Döner kebab er líka Berlínartyrkneskt fyrirbæri, en ekki tyrklandstyrkneskt.

Og listinn? Ég er búinn að missa úr þrjá jógadaga, enn ekkert skrifað, alltaf lesið smá og missti úr einn hlaupadag. Hvorki reykt né drukkið. Einn dag kunni ég ekkert gott að meta. Hef verið of mikið á netinu, of mikið að glápa og of mikið að gera krossgátur. Ætli ég sé ekki með á bilinu 6-8/10 eftir því hvernig maður leggur mat á dagana? Hvar einn byrjar og öðrum lýkur, meina ég – eru þetta sólarhringar frá einhverri tiltekinni klukkustund, dagar frá því ég vakna þar til ég sofna eða bara tíminn sem líður á milli bloggfærslna?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli