2. jan. 2016

Framboð til forseta formlega dregið til baka

Ég mun ekki undir nokkrum kringumstæðum bjóða mig fram til forseta. Hins vegar tek ég nærri mér að þess skuli ekki farið á leit við mig, að ég skuli ekki fá tækifæri til að hafna auðmjúkri bón þjóðarinnar um að ég axli ábyrgðina sem í því felst að vera henni ástkær og virtur. Fyrir skáldskapinn, að sjálfsögðu, fyrir eilífðina, fegurðina, fyrir gjálfrið í vatnsdropunum og glitrið á tunglinu. Hvar eru Facebookhóparnir? Hvers vegna hafa fjölmiðlar ekki haft samband? Hvernig á ég að geta áréttað sjálfstæði mitt og mikilvægi bókmenntanna – alls sem ég á enn óskrifað – ef enginn spyr? Ég bara spyr.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli