3. jan. 2016

Ilmkerti 3. janúar

Á morgun hefst vinnuárið. Ég er strax tekinn að kvíða því. Finnst ósennilegt að ég fái nokkrar hugmyndir, nema vandræðalegar, en þeim mun líklegra að ég segi frekar en sýni; nykri og skrifi mig út í horn; hver setning verði vandræðalegri en sú á undan; allar lagfæringar geri illt verra og á endanum verði þessar bækur heimskari en höfundur þeirra, öfugt við það sem að er stefnt. Ég á eftir að ofnota semíkommur og þankastrik, þenja málsgreinarnar út þar til þær leka út um allt og þreyta lesendur (hverjum er ekki sama um lesendur, ætla ég ekki að verða forseti á árinu, ég get ekki verið þekktur fyrir að vera eini rithöfundurinn á landinu sem er of metnaðarlaus til að vilja verða forseti?).

Annars er allt gott að frétta. Piödur í hádegismat, þriðji í áramótaþynnku, tedrykkja, Laurie Anderson (plata sem ég vissi ekki að ég ætti) og ilmkerti í skúrinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli