8. sep. 2016

A kind of numbness fills your heart and mine,
A gap where things and people once had been.
We fell unloved, like frozen fields of snow
Upon which not a track has broken through.
The robin and the thrush have taken wing.
The sparrow stays. He sings a dismal song
And eats the seed uncovered in the snow.
An ugly bird, call him the hearts agony.
His songs of disbelief will fill our hearts
As long as winter lasts, as long as we
Are distant partners of this agony
To far apart to keep each other warm
So let our hearts lie dead like fields of snow
Unloved, untouched until the distant spring
Grows closer and the gentle birds return
And fill the empty air, and sing. 

Úr Sonnet for the beginning of winter eftir Jack Spicer

Það vetrar. Sennilega verður það ekki umflúið. Ég yrði í það minnsta hissa ef svo reyndist. Og skelfingu lostinn. En maður veit aldrei. Mér skilst að náttúran sé öll í einhverju uppnámi. Eftir allt sem við höfum gert fyrir hana.

Svo er bölvað ólag á öndunarfærunum í mér. Líklega er ég með eitthvað mygluofnæmi – og þá mygla í déskotans húsinu. Þetta hefur mig grunað um nokkurt skeið og gert eitt og annað til þess að fá það staðfest en enn ekkert gengið til eða frá. Þessa vikuna hef ég gert ítrekaðar tilraunir til þess að kaupa myglupróf í Húsasmiðjunni – þar sem er annars aldrei neitt til. En þeir lofuðu að panta fyrir mig, það hefur bara ekki gengið mjög greiðlega. Vonandi verða þau komin á morgun. Verst er að þá þarf ég helst að vita hvar myglan er og þótt ég hafi einhverjar hugmyndir eru þær alls ekki rock solid.

Ólagið á öndunarfærunum lýsir sér í munnþurrki, hálsþurrki, málm- eða moldarbragði í munni, og mildum verkjum í lungum og hálsi. Þegar ég fer út að hlaupa eru fyrstu 2 kílómetrarnir slæmir en restin alltílagi – og mér finnst einsog hlaupin geri þetta skárra í heildina. Ég er að mestu laus við óþægindin á meðan ég er að elda á fullu og þar til svona 10-15 mínútum eftir að ég borða. Sem gerir það mjög freistandi að elda bara og éta linnulaust. Þetta truflar mig ekki í svefni og ekki þegar ég vakna fyrren ég kem niður á neðri hæðina. Og augljóslega finn ég lítið fyrir þessu þegar ég fer úr húsi.

Það skringilegasta við að lýsa þessum veikindum mínum er að að öðru leyti er ég mjög hress. Þetta dregur mig ekki tiltakanlega mikið niður og ég er annars í nákvæmlega jafn góðu formi og ég nenni. En þetta er rosa nojuvekjandi. Stundum hrekk ég upp um nætur handviss um að ég sé með krabbamein. Ég ræddi þetta við lækni á dögunum og hann taldi víst að ég væri með vægt ofnæmi – hugsanlega fyrir myglu – sem væri engin ástæða til að medikera, en ráðlagði mér að fylgjast með því hvar ég væri verstur. Mér finnst samt óþægilegt að hafa það ekki staðfest – svo virðist þetta líka vera að versna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli