8. maí 2016

8. maí: Lífið hefur valið Davíð sess

Ef ég væri ekki búinn að lofa að kjósa Andra myndi ég nú lýsa yfir stuðningi við Davíð. Af því þetta er svo sturlað og maður verður að halda dampi ef kongalínan á ekki að trampa yfir mann. Það þýðir ekki að slá slöku við.

Páll Magnússon spilaði lagið Við Reykjavíkurtjörn á meðan hann var að tala við Davíð – Davíð samdi auðvitað textann. Eftir viðtalið spilaði hann síðan annað lag með skyldum titli, Við Gróttu eftir Bubba Morthens. Það er eitthvað symbolískt.

Þar er textinn meðal annars:
Dimmblá skýin skreyta sjónarhringinn.
Þú skoðar sem barnið þarabynginn
og hlátur þinn fyllir mig fögnuði þess
sem finnur að lífið hefur valið honum sess
við hlið hennar allt þar til lífinu lýkur.
Að lifa með henni það er að vera ríkur. 
Og jörðin hún snýst um sólina, alveg eins og ég
og jörðin hún snýst um sólina, alveg eins og ég
jörðin hún snýst um sólina, alveg eins og ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli