18. jún. 2015

Hin beittu tól

Til að stjóra ríki þarf stjórnlist,
til vopnasmíði þarf óvenjulega hæfni.
En til að sigra heiminn,
þarf maður að vera frjáls við að vera upptekinn.
Hvaðan veit ég, að svona gengur með heiminn?
Því fleiri hlutir sem eru til í heiminum, sem maður má ei gera,
því fátækara verður fólkið.
Því fleiri beitt tól sem fólkið hefur,
því meiri hrörnun húss og ríkis.
Því meir sem fólk iðkar list og kænsku,
því meir ber á illum fyrirboðum.
Því fleiri lög og reglugerðir,
því meir um þjófa og ræningja.
Því mælir kallaður:
Ef við gerum ekkert,
þá breytir fólk af sjálfu sér.
Ef við elskum kyrrðina,
þá verður fólk af sjálfu sér rétt.
Ef við gerum ekkert,
verður fólk af sjálfu sér ríkt.
Ef við erum laus við þrár,
þá verður fólk af sjálfu sér einfeldið.

Lao Tze – Bókin um Veginn 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli