5. maí 2015

Pundarinn Pound og Íslandsstofubókmenntafræðin

Einu sinni fór ég út í smók með Michael Hardt, sem er með doktorspróf í Ezra Pound, og ég spurði hvort það væri í lagi að fíla Ezra Pound þótt Pound væri fasisti og Hardt sagði „já, ljóðin hans“. En bætti svo við að hann væri vondur hagfræðingur.

Í gær kláraði ég ritgerð um framtíð bókmennta sem lauk á orðunum: „This makes me feel stuck in a hellish cycle of banality“. Þetta er auðvitað orðum aukið. Því fer fjarri að bókmenntir hreyfi ekki við mér eða mér finnist þær ekki skipta máli – að þær skipti a.m.k. mig ekki máli. En stór hluti af þeirri háfleygu orðræðu sem við viðhöfum um bókmenntir – hvort sem það er Íslandsstofa eða marxískir leshringir sem hafa orðið – krefst alls konar sjálfsblekkingarfimleika. Bókmenntirnar eru skorðaðar fastar á milli íhaldssamrar auglýsingavæðingar og alræðis akedemískra orðaleppa – og verða sjálfar stöðugt nostalgískari, sem heillar mig lítið.

Ekkert af þessu þýðir svo að bókmenntirnar séu ekki færar um að skapa og tortíma veröldinni, jafnvel bæði í einu, og geri það ekki hvað eftir annað.

Við ljúkum þessu á ljóði sem skapar og tortímir veröldum. Canto CXV eftir fasistann Pound.

The scientists are in terror
            and the European mind stops
Wyndham Lewis chose blindness
            rather than have his mind stop.
Night under wind mid garofani,
            the petals are almost still
Mozart, Linnaeus, Sulmona,
When one’s friends hate each other
            how can there be peace in the world?
Their asperities diverted me in my green time.
A blown husk that is finished
            but the light sings eternal
a pale flare over marshes
                where the salt hay whispers to tide’s change
Time, space,
          neither life nor death is the answer.
And of man seeking good,
            doing evil.
In meiner Heimat
                   where the dead walked
                              and the living were made of cardboard.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli