11. apr. 2015

Hið sjálfbæra stjörnulíf

Narcissism is the pursuit of gratification from vanity or egotistic admiration of one's own attributes. 
– Wikipedia

Í ljósi þess að við búum í narsissískum heimi, við narsissísk lögmál („sá sem elskar ekki sjálfan sig er ófær um að elska aðra“), ætti það kannski ekki að koma manni á óvart að kraftmestu augnablikin skuli þá líka vera þau narsissískustu – bæði þau fallegu (einsog #freethenipple) og þau skelfilegu (einsog Germanwings), að ónefndum þeim átakamestu (einsog Hebdo vs. Kouachi bræður) sem eru álíka narsissísk beggja vegna borðsins.

Við lifum þess utan flest hálfgerðu stjörnulífi, erum okkar eigin papparassar, ofsækjum okkur sjálf og ættingja, vini og kunningja með farsímamyndavélum, töggum og vinabeiðnum og eltingum, til birtingar í persónulegum fjölmiðlum svo það sést til okkar hvar sem við erum og hvað sem við gerum.

Þrátt fyrir að við séum í senn alls staðar og hvergi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli