12. nóv. 2015

„Tíminn er takmörkuð auðlind“ – um Heimsku eftir Eirík Örn Norðdahl | Sirkústjaldið

Það sem er sérstakt við Heimsku er að það er fjallað um þessi mál af nærgætni og án þess að samfélagið sem slíkt sé dæmt. Það skín út úr rödd sögumannsins að þessi þörf fyrir athygli sé mannleg og að mörgu leyti eðlileg og lesandanum er aldrei sagt að hann eigi að breyta háttum sínum eða hvernig hann ætti að hegða sér í staðinn. Þetta bætir mörgum lögum af túlkunarrými við textann og gerir frásögnina að flóknu samspili persóna, samfélags, sögumanns og lesenda. Heimska er vel unnin, góð og áhugaverð bók sem óhætt er að mæla með.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli