13. nóv. 2015

Rímar við tímana #hasstaggvantar

Höfundurinn og verk hans eru eitt, It's my life. Hann á helst að ganga svo nærri sjálfum sér að ekkert er eftir, svo mætir hann í viðtöl eins og sprungin blaðra, algerlega tæmdur, spyrillinn situr fyrir framan hann alveg gáttaður, honum dettur ekkert annað í hug en þetta: Þú hlýtur að vera algerlega úrvinda eftir að hafa komið þessu á bók! Og höfundurinn, loftlaus og aðframkominn, muldrar upp úr eins manns hljóði: Ég skrifaði bókina því hún rímar svo vel við tímana. Bókmenntirnar þrá nú flóðlýsinguna, hættan er sú að þær samlagist okkar athyglisóða samtíma í stað þess að veita viðnám, og hvernig er þá komið fyrir hugarfarinu og sálinni, svo vitnað sé í þann sem ekki má nefna.


Eiríkur Guðmundsson skrifar á Víðsjárvefinn | RÚV:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli