16. maí 2015

Illskukassinn

Ég er svona smám saman að undirbúa flutning á restinni af dótinu mínu til Íslands. Þar eru meðal annars miklu fleiri kassar af ljóðabókum en mig hafði órað fyrir (samt er ég búinn að flytja allt dýrmæta stöffið heim) – og svo þessi, Illskukassinn, með heimildavinnunni fyrir Illsku. Megnið las ég reyndar á kindlinum – einhvern tíma birti ég allan leslistann á Smugublogginu en það er löngu horfið. Ég sá reyndar ekki þarna mikilvægustu bókina, Yizkor minningabók frá Jurbarkas – og grunar að það sé a.m.k. hálfur kassi til viðbótar einhvers staðar.

Þetta eru vel að merkja ekki bara nasistabækur, þótt þær séu áberandi – þarna er líka t.d. List skáldsögunnar eftir Kundera og Fjarri hlýju hjónasængur eftir Ingu Huld Hákonardóttur. Ég er rétt passlega nógu mikill bókapervert til þess að í mér hlakki við tilhugsunina um að sameina allar bækurnar á kontórnum í nýju húsinu á Ísafirði.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli